Rithöfundurinn og matgæðingurinn Tobba Marinósdóttir leggur mikið upp úr hollustu í matseld og hefur meðal annars gefið út uppskriftabókina Náttúrulega sætt, þar sem heilsusamlegir réttir eru í aðalhlutverki.
Tobba deilir magnaðri uppgötvun sem hún gerði á Facebook er varðar mysing, vinsælt álegg meðal margra Íslendinga, þá sér í lagi barna.
„Mysingur er ekki mikið skárri en Nutella. 47 gr af sykri í 100 gr vs 57 gr sykur í Nutella,“ skrifar Tobba og bætir við:
„Og þetta er börnum gefið á leikskólum í Reykjavík. Galið!!!“
Tobba fylgist greinilega vel með hvað hún setur ofan í sig því fyrir nokkru deildi hún því á Facebook að aðeins 25 heslihnetur væru í 400 grömmum af Nutella súkkulaðismjörinu.