Þessar smákökur eru gjörsamlega geggjaðar, en þær eru líka hollar. Þær henta þeim sem borða eftir paleo mataræðinu en einnig þeim sem aðhyllast lágkolvetna fæði. Algjört dúndur!
Hráefni:
2 bollar möndlumjöl
1/2 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
55 g mjúkt smjör
1/4 bolli möndlusmjör
3 msk. hunang
1 stórt egg
1 tsk. vanilludropar
1 bolli sykurlaust súkkulaði, grófsaxað
sjávarsalt
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Blandið mjöli, matarsóda og salti saman í skál. Bætið smjöri, möndlusmjöri, hunangi, eggi og vanilludropum saman við og þeytið vel. Blandið súkkulaðibitum saman við með sleif eða sleikju. Búið til litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplöturnar. Drissið sjávarsalti ofan á. Bakið í 13 til 15 mínútur.