Á Facebook-síðunni Maturinn minn er að finna uppskrift að íslenskum pönnukökum nema í ketó-búningi. Þessar komast ansi nálægt þessum gömlu, góðu, hvort sem þær eru fylltar með rjóma og sykurlausri sultu eða einhvers konar sætuefni.
Hráefni:
100 g rjómsostur
5 egg (6 ef lítil)
4 msk. möndlumjöl
2 msk. sæta (ég notaði sukrin og 3 dropa steviu)
60 g brætt smjör
Aðferð:
Hræra egg þar til þau verða smá „fluffy“ og bæta rest svo útí og hræra þar til blandan er létt (deigið á að vera þunnt). Nota litla „nonstick“ pönnu og setja þunnt lag og láta leka til allra hliða (bara eins og gerðar eru pönnukökur, eflaust hægt bara nota pönnukökupönnu líka) og svo snúa þegar bubblar smá. Ég fæ um 20 stykki úr þessari uppskrift en 1 er um 0.2 grömm „net carbs“. Æðislegt með sírópi, sykri eða bara sultu og rjóma. Eins hægt að nota sem crèpes með einhverju matarkyns.