Ég elska að búa mér til próteinpönnuköku í morgunmat þegar ég hef tíma. Ég hef yfirleitt minni tíma á virkum dögum þannig pönnukakan eru yfirleitt elduð um helgar, áður en ég fer á æfingar. Mér finnst best að borða hana um klukkutíma áður en ég fer á lyftingaræfingu, ef ég fer í spinning eða cardio æfingu þá finnst mér betra að borða hana eftir æfingu þar sem ég verð vel södd af henni.
Það sem þú þarft í hana er:
Ég byrja á að setja þurrefnin í skál, hafra, prótein, kanil og rúsínur. Síðan bæti ég eggi, möndlumjólk og stevíu út í og hræri saman. Það er hægt að blanda þetta saman í blandara og hakka þannig hafrana en mér finnst best að hafa þá heila.
Ég læt blönduna standa í skálinni í smá tíma og leyfi höfrunum að verða vel mjúkir, þá verður pönnukakan meira djúsí.
Ég nota síðan pönnukökupönnu til að elda pönnukökuna en ég vil búa til eina stóra í staðinn fyrir nokkrar litlar. Það er óþarfi fyrir mig að nota sprey eða olíu þar sem pönnukökupannan kemur í veg fyrir að þetta festist á henni en það þarf að nota sprey/olíu ef maður notar venjulega pönnu. Best er að láta pönnukökuna liggja nógu lengi á pönnunni í byrjun (gott að miða við að vaska snöggt upp skálina og sleikjuna á meðan). Sný henni svo við og hef mjög stutt á seinni hliðinni.
Þegar pönnukakan er tilbúin set ég eitthvað gott ofan á hana. Mér finnst best að nota próteinsúkkulaði, hnetusmjör eða sykurlaus sýróp ofan á og svo er hún fullkomin ef maður bætir jarðaberjum á hana líka!
Í pönnukökunni sjálfri eru 322 hitaeiningar
Kolvetni 32%
Fita 23%
Prótein 45%
Síðan bætist við það sem sett er ofan á pönnukökuna.
Verði ykkur að góðu og endilega fylgist með mér á Instagram síðunni minni
Ása Hulda