fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Halla töfrar fram ketó mat sem enginn getur staðist: „Algjör veisla en samt svo auðvelt“

Ketóhornið
Þriðjudaginn 12. mars 2019 14:00

Þvílíkt dúndur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjöthleifur er mjög vinsæll í minni fjölskyldu þannig að þegar að ég byrjaði á ketó mataræðinu var þetta enn ein fjölskylduuppskriftin sem ég breytti örlítið til að gera ketó.

Þessi kjöthleifur er brjálæðislega góður, en með honum ber ég fram blómkálstrítla sem eru alveg eins og djúpsteiktar parísarkartöflur. Algör veisla en samt svo auðvelt.

Hleifurinn er sjálfur svo rakur að mér fannst sósa óþörf, en það er náttúrulega smekksatriði.

Geggjaður matur.

Ketó kjöthleifur

Hráefni:

4-500 g hakk
1 pakki beikon (til að vefja utan um)
½ laukur raspaður
3-4 hvítlauksgeirar, raspaðir
1 egg
¼ bolli hörfræmjöl
½ tsk. salt
¼ tsk. pipar
½ tsk. ítalskt krydd eða oreganó
1-2 tsk. balsamic edik
lúka af steinselju, smátt söxuð
100 g ostur

Hráefnin.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Öllum hráefnum, nema osti, hrært saman og best að nota hendurnar. Leggið beikonið í form, en ég notaði 10×23 sentímetra álform sem passar akkúrat. Helmingurinn af hakkinu fer því næst í formið. Svo tek ég sirka 100 grömm af osti, en ég mæli með Óðals Hvarti kryddosti. Ég sker hann í passlega bita sem ég raða eftir miðju. Restin af hakkblöndunni fer ofan á ostinn og þá breiði ég beikoni yfir dýrðina. Baka í 45 til 50 mínútur og smá yfirgrill í lokin til að brúna beikonið.

Beikonið lagt yfir dýrðina.

Blómkálstrítlar

Hráefni:

½-1 blómkálshaus
½-1 bolli rifinn ostur
1 egg
½ tsk. salt
½ tsk. reykt paprika
¼ tsk. cayenne
1–2 tsk. ólífuolía
pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Blómkálsblómin soðin og safinn kreistur úr þeim eins mikið og hægt er. Blómkálið sett í matvinnsluvél ásamt hinum hráefnunum. Unnið saman, samt ekki í mauk. Muffinsform spreyjað með baksturspreyi eða smurt með smjöri. Blöndunni skipt á milli formanna og baka í 20 mínútur.

Kvöldmaturinn klár.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna