Nú kemur sko kaka með kaffinu. Þetta er uppáhaldskakan mín á Starbucks í ketóklæðum. Hún er ofboðslega einföld og fljótleg og inniheldur aðeins 2 „net carbs“ í hverri sneið. Æðisleg í helgarbrönsj, silkimjúk og bráðnar bókstaflega í munni. Kallinn minn kláraði hana næstum því.
Hráefni:
¼ bolli bráðið smjör
1 tsk. sítrónudropar
safi úr einni sítrónu ásamt raspi af berkinum
¼ bolli 18% sýrður rjómi
2 egg
1/3 bolli sæta
2 bollar möndlumjöl
1 tsk. lyftiduft
1 tsk. birkifræ (poppy seeds)
Aðferð:
Ofninn hitaður í 175°C og ílangt form tekið til. Ég hef fengið alveg geggjuð sílíkon form í Bónus á góðu verði og mæli eindregið með þeim. Ég nota þau endalaust mikið í alls konar bakstursæfingar. Öllum hráefnum hrært saman og deigið sett í formið. Bakað í 30 mínútur og leyft að kólna.
Krem – Hráefni:
½ bolli fínmöluð sæta
2 msk. rjómi
¼ tsk. sítrónudropar
Aðferð:
Allt hrært saman og sett á kökuna.