fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Matur

Gómsætar og hollar pönnukökur úr aðeins þremur hráefnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2019 09:58

Gómsætar banana pönnukökur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessar gómsætu og hollu pönnukökur þarf aðeins þrjú hráefni: Hafra, banana og plöntumjólk. Það er líka gott að leika sér við uppskriftina og bæta við bragðbætum eins og stevíudropum, vanilludropum, kanil eða smá salti.

Hráefni:

1 banani

100 g hafrar

185 ml plöntumjólk (t.d. haframjólk eða möndlumjólk)

Aðferð:

  1. Settu hafrana í blandarann og blandaðu vel.
  2. Bættu banananum og plöntumjólkinni við, og ef þú kýst að setja einnig stevíudropa t.d.
  3. Helltu hluta af deiginu á pönnu, gott er að nota stóra pönnu og steikja 2-3 pönnukökur í einu.
  4. Leyfðu litlum loftbólum að myndast á yfirborði pönnukökunnar og snúðu henni við.
  5. Staflaðu pönnukökunum og njóttu!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma