fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Matur

Ekki missa af bolludeginum: Ketó-bollur eru ljúffengar – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 09:00

Bolla, bolla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú nálgast bolludagurinn óðfluga og hlakka margir til að gúffa í sig bollum á mánudaginn, og jafnvel fyrr. Bollur eru ekki leyfilegar á ketó-mataræðinu, en hér er uppskrift að ketó-bollum sem gefa hinum ekkert eftir.

Ketó-bollur

Hráefni:

1 stórt egg
1/8 tsk. cream of tartar
43 g rjómaostur, mjúkur
stevía eftir smekk

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Skiljið eggin og stífþeytið eggjahvítuna og cream of tartar í tandurhreinni skál. Blandið eggjarauðunni og rjómaosti vel saman, sem og smá stevíu. Blandið eggjahvítunni varlega saman við eggjarauðublönduna en passið ykkur að sprengja ekki allar loftbólurnar í hvítunni. Setjið í sprautupoka og sprautið um það bil 10 bollum á plötuna með góðu millibili. Bakið í 10 mínútur. Lækkið síðan hitann í 150°C og bakið í fimmtán mínútur til viðbótar. Ekki opna ofninn fyrr en baksturstíminn er búinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum