Eitt af því sem einhverjir ketó-liðar sakna vafalaust er sushi, en það er á bannlista sökum mikils kolvetnamagns í matnum. Hér er hins vegar á ferð ketó-sushi sem allir lágkolvetnaliðar geta látið inn fyrir sínar varir.
Hráefni:
6 beikonsneiðar, skornar í helminga
115 g rjómaostur, mjúkur
1 agúrka, skorin í þunna strimla
2 meðalstórar gulrætur, skornar í þunna strimla
1 avókadó, skorið í sneiðar
sesamfræ
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið álpappír á ofnplötu. Raðið beikoninu á álpappírinn og bakið í 11 til 13 mínútur. Skerið grænmetið á meðan beikonið er í ofninum. Þegar að beikonið hefur kólnar dreifið þið rjómaosti á hverja sneið. Raðið grænmetinu á einn endann á beikonsneiðunum og rúllið þeim síðan upp. Skreytið með sesamfræjum og berið fram.