fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Huggunarmatur alla daga vikunnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 14:00

Girnilegur vikumatseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við tökum nýrri viku fagnandi hér á matarvefnum, en eftir mikla rigningarhelgi ákváðum við að finna dásamlegan huggunarmat til að bjóða upp á í þessari viku.

Mánudagur – Bragðsterkur rækjuréttur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

3 msk. smjör
1 lítill laukur, saxaður
1 græn paprika, söxuð
2 sellerístilkar, saxaðir
salt og pipar
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. paprikukrydd
2 tsk. þurrkað timjan
2 tsk. oreganó
1 tsk. cayenne pipar
1½ bolli kjúklingasoð
2 lárviðarlauf
1 dós maukaðir tómatar
2 vorlaukar, þunnt skornir
2 tsk. Worcestershire sósa
safi úr ½ sítrónu
1 msk. grænmetisolía
650 g risarækjur, hreinsaðar

Aðferð:

Bræðið smjör í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk, papriku og sellerí út í og eldið í um 5 mínútur. Saltið og piprið. Bætið hvítlauk, paprikukryddi, timjan, oreganó og cayenne pipar saman við og eldið í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Bætið kjúklingasoði út í og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 6 til 8 mínútur. Bætið tómötum út í og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Bætið vorlauk og Worcestershire sósu út í og eldið í um 10 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað. Saltið og piprið eftir smekk. Slökkvið á hitanum og hrærið sítrónusafa saman við. Takið ykkur aðra pönnu í hönd og hitið grænmetisolíu á henni yfir meðalhita. Steikið rækjurnar þar til þær eru bleikar, eða í um 2 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið og bætið síðan rækjunum út í sósuna. Skreytið með meiri vorlauk og berið jafnvel fram með hrísgrjónum.

Bragðsterkur rækjuréttur.

Þriðjudagur – Væn og vegan súpa

Uppskrift af Spicy Fig

Hráefni:

1 stór blómkálshaus
2 dass af ólífuolía
salt og pipar
1 meðalstór laukur, skorinn í bita
4 stórar gulrætur, skornar í bita
2 msk. engifer, saxað
3 hvítlauksgeirar, maukaðir
1 tsk. túrmerik
1-2 msk. „Thai curry paste“
5 bollar grænmetissoð
400 ml kókosmjólk
ólífu- eða kókosolía
250 g blandaðir sveppir
sesamolía
2 msk. ferskt kóríander, saxað
1 msk. ferskur graslaukur, saxaður

Aðferð:

Hitið ofninn í 210°C. Skerið blómkálið í litla bita og blandið ólífuolíu saman við. Dreifið úr því á ofnplötu og saltið og piprið. Steikið í ofninum í 20 til 30 mínútur. Hitið smá ólífuolíu á meðan í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk út í og steikið í nokkrar mínútur. Bætið gulrótum út í og lækkið hitann. Eldið í 10 mínútur og hrærið reglulega í blöndunni. Bætið engiferi og hvítlauk saman við og eldið í 1 mínútu. Hrærið svo hvítlaukurinn brenni ekki. Bætið túrmeriki og „curry paste“ saman við og eldið í 1 mínútu. Bætið soði út í. Bætið blómkálinu saman við þegar suða kemur upp. Látið malla í 5 til 10 mínútur. Bætið kókosmjólk saman við og maukið síðan súpuna með töfrasprota. Á meðan súpan mallar er smá ólífu- eða kókosolía sett í pönnu yfir meðalhita. Sveppirnir eru steiktir upp úr olíunni og saltaðir og pipraðir. Drissið sesamolíu yfir sveppina þegar þeir eru alveg að verða tilbúnir og blandið kóríander og graslauk saman við. Setjið súpu í skálar og skreytið með sveppablöndunni.

Vegan súpa.

Miðvikudagur – Írsk nautakássa

Uppskrift af Delish

Hráefni:

3 msk. ólífuolía
900 g nautakjöt, skorið í bta
salt og pipar
1 laukur, saxaður
2 meðalstórar gulrætur, skornar í bita
2 sellerístilkar, saxaðir
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 meðalstórar russet kartöflur, skornar í stóra bita
4 bollar nautasoð
1 flaska Guinness-bjór
2 tsk. ferskt timjan
fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið 2 matskeiðar af olíu í stórum potti yfir meðalhita. Saltið og piprið nautakjötið, bætið þeim í pottinn og steikið á öllum hliðum í um 10 mínútur. Setjið nautakjöt á disk og til hliðar. Setjið restina af olíunni í sama pott og eldið lauk, gulrætur og sellerí í um 5 mínútur. Saltið og piprið. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútur. Setjið kjötið aftur í pottinn sem og kartöflur, soð, bjór og timjan. Náið upp suðu og lækkið hitann. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið lok yfir pottinn og látið malla í um 30 mínútur. Skreytið með steinselju og berið fram.

Írsk nautakássa.

Fimmtudagur – Mac n‘ Cheese

Uppskrift af Butter and Baggage

Hráefni:

450 g orecchiette-pasta (eða annað pasta)
1 msk. ólífuolía
8 msk. smjör
6 msk. hveiti
5 bollar mjólk
2 bollar cheddar ostur, rifinn
2 bollar ostur, rifinn
140 g spínat
1–2 msk. „hot sauce“
1 tsk. salt
1 tsk. cayenne pipar
½ tsk. svartur pipar
1 bolli rjómi
1 bolli brauðrasp

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið stórt eldfast mót. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka, hellið vatninu af og drissið ólífuolíu yfir pastað. Setjið mjólkina í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið í ofninum í um 2 mínútur. Bræðið smjör í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið hveiti út í og hrærið stanslaust í 2 mínútur. Bætið volgri mjólkinni varlega saman við og þeytið þar til blandan nær suðu. Lækkið hitann og látið malla þar til sósan er orðin þykk, eða í um 10 mínútur. Passið að hræra svo hún brenni ekki við. Blandið ostunum tveimur saman í skál. Takið pönnuna af hitanum og blandið 3 bollum af ostablöndunni saman við, hrærið stanslaust þar til osturinn bráðnar. Bætið spínati, „hot sauce“, salti, cayenne pipar og svörtum pipar saman við og hrærið þar til spínatið fölnar. Blandið pastanu saman við ostasósuna og saltið og piprið eftir smekk. Setjið helminginn af blöndunni í eldfasta mótið og stráið helmingnum af restinni af ostinum ofan á. Endurtakið. Hellið síðan rjóma yfir allt saman og stráið brauðraspi ofan á. Setjið álpappír yfir mótið og bakið í 30 mínútur. Takið álpappír af og bakið í 10 til 15 mínútur til viðbótar. Leyfið þessu að hvíla í 10 mínútur áður en þetta er borið fram.

Mac n‘ Cheese.

Föstudagur – Mexíkósk hrísgrjón

Uppskrift af The Gourmet RD

Hráefni:

4 stór egg, þeytt
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
2 msk. olía
½ meðalstór laukur, skorinn í bita
½ rauð paprika, skorin í bita
½ græn paprika, skorin í bita
250–400 g chorizo pylsa
3–4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. chili duft
½ tsk. þurrkað broddkúmen
1 tsk. reykt paprikukrydd
2½ bolli soðin hrísgrjón
½ bolli ferskt kóríander, saxað
rifinn ostur, avókadó eða nachos flögur til að skreyta með

Aðferð:

Spreyið pönnu með bakstursspreyi og hitið yfir meðalhita. Setjið eggin á pönnuna og hrærið í þeim þar til þau eru byrjuð að eldast. Bætið ¼ teskeið af salti og ¼ teskeið af svörtum pipar saman við. Setjið eggin á disk og til hliðar. Hitið olíu í sömu pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk og papriku út í og eldið í 3 til 4 mínútur. Bætið chorizo saman og við eldið í 6 til 7 mínútur. Hrærið hvítlauk, chili dufti, kúmen og reyktri papriku saman við. Blandið hrísgrjónum, eggjum og restinni af salti og pipar saman við og því næst kóríander. Skreyið með osti, avókadó, nachos flögum eða hverju sem er og berið fram.

Mexíkósk hrísgrjón.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum