Ketó-mataræðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir, en mataræðinu fylgja einhverjar aukaverkanir, svo sem ketó-flensa, andremma og höfuðverkir. Á ketó-hóp innan samfélagsmiðilsins Reddit eru einnig einhverjar konur sem hafa upplifað það sem þær kalla ketó-klof.
Einkenni ketó-klofs minna um margt á ketó-andremmuna, en einhverjar konur kvarta yfir því að slæm lykt sé af klofi þeirra eftir að þær byrjuðu á ketó. Segja þær í raun að lyktin af leggöngunum sé afar slæm.
Það eru engar vísindalegar rannsóknir sem sanna tilvist ketó-klofsins, en hugsanlega er þetta svipað og ketó-andremman sem margir upplifa. Líkaminn framleiðir meira af efnum eins og acetoacetate, beta-hydroxybutyrate og asetóni, þegar að líkaminn er í ketósu sem veldur til að mynda andremmu.
Hins vegar er mælt með því að ef konur finna þessa vondu lykt um langa hríð eða kláða eða pirring í klofi að þær leiti til læknis.