Sverðfiskur er einstaklega bragðgóður fiskur, en þessi réttur tekur enga stund og krefst aðeins nokkurra hráefna.
Hráefni:
3 msk. ólífuolía
3 sverðfiskssteikur
salt og pipar
2 pakkar kirsuberjatómatar, skornir í helminga
¼ bolli rauðlaukur, smátt saxaður
3 msk. fersk basil, smátt saxað
safi úr ½ sítrónu
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Hitið 2 matskeiðar af olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið fiskinn á pönnuna og saltið og piprið. Steikið í um 3 til 5 mínútur og snúið honum við. Saltið og piprið, takið pönnuna af hitanum og setjið hana inn í ofn. Bakið í um 10 mínútur. Á meðan blandið þið tómötum, lauk og basil saman í skál sem og restinni af olíunni, sítrónusafa og salti og pipar. Takið fiskinn úr ofninum, hellið tómatblöndunni yfir hann og berið fram.