fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Matur

Túnfiskssamlokan sem allir eru að tala um

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 12:30

Algjört lostæti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum elskum að prófa nýjar uppskriftir, þar á meðal þessa einföldu en gómsætu túnfiskssamloku. Einn starfsmaður matarvefsins bauð upp á þessa samloku í mannfögnuði á dögunum og hefur fólk beinlínis ekki hætt að tala um hana síðan. Algjört dúndur.

Epísk túnfiskssamloka

Hráefni:

1/3 bolli mæjónes
safi úr ½ sítrónu
½ tsk. chili flögur (má sleppa)
2 dósir túnfiskur í vatni
2 sellerístilkar, smátt saxaðir
2 súrar gúrkur, smátt saxaðar
¼ rauðlaukur, smátt saxaður
2 msk. fersk steinselja, söxuð
salt og pipar
8 brauðsneiðar, til dæmis súrdeigs
2 msk. smjör
1 tómatur, skorinn í sneiðar
8 sneiðar cheddar ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Blandið mæjónes, sítrónusafa og chili flögum saman í skál. Takið vatnið af túnfiskinum og bætið saman við mæjónesblönduna. Blandið síðan sellerí, súrum gúrkum, rauðlauk og steinselju vel saman við. Saltið og piprið. Smyrjið eina hlið af hverri brauðsneið með smjöri. Setjið um það bil hálfan bolla af túnfisksblöndunni á 4 brauðsneiðar, samt ekki smurðu hliðina. Setjið síðan tómat og ost ofan á. Lokið með hinum 4 brauðsneiðunum, með smjörhliðina upp. Raðið samlokunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið þar til osturinn bráðnar, eða í um 4 til 5 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna