Ertu algjörlega andlaus þegar kemur að kvöldmatnum? Þá er þessi réttur málið, en það tekur aðeins korter að útbúa hann.
Hráefni:
hnetuolía (eða önnur olía)
2 tsk. kasjúhnetur, saxaðar
150 g risarækjur, hreinsaðar
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. ferskt engifer, smátt saxað
1/2 tsk. chili flögur
1/4 tsk. piparkorn, möluð
4 vorlaukar, saxaðir
Sósa – Hráefni:
2 msk. sojasósa
1 msk. hrísgrjónaedik
1 tsk. sykur
1 tsk. maíssterkja
100 ml vatn
núðlur eða hrísgrjón til að bera fram með
Aðferð:
Hitið 1 matskeið af olíu í stórri pönnu og steikið hneturnar þar til þær eru gylltar. Takið af pönnunni og setjið til hliðar. Steikið rækjurnar í 2 til 3 mínútur, eða þar til þær eru bleikar. Takið rækjurnar af pönnunni og setjið til hliðar. Setjið hvítlauk, engifer, chili flögur, pipar og vorlauk á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Blandið sósuhráefnunum varlega saman við og síðan 100 millilítrum af vatni. Setjið rækjur og hnetur aftur á pönnuna og blandið öllu vel saman þar til sósan þykknar. Berið fram með núðlum eða hrísgrjónum.