fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Matur

Helgarmatur fyrir ketó-snillingana: Sykurlaust pítupartí

Ketóhornið
Föstudaginn 15. febrúar 2019 10:56

Dásamlegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er svolítið sem er algjörlega búið að slá í gegn á mínu heimili. Ég er að tala um ketó-pítubrauð og sykurlausa pítsusósu. Mikil hamingja með þetta, enda afar gott.

Fullkomið fyrir helgina.

Pítupartí

Pítubrauð – Hráefni:

½ bolli möndlumjöl
2 msk. kókoshveiti
¼ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
2 tsk. husk
½ bolli heitt vatn
2 egg
2 msk. ólífuolía

Fallegar.

Aðferð:

Sameina þurrefni við blaut og nota ¼ bolla mæliskeið til að moka mixinu á ofnplötu. Baka við 175°C í 18 mínútur.

Sykurlaus pítusósa – Hráefni:

4 msk. mæjónes
2 msk. sýrður rjómi (18%)
1 tsk. oreganó
1 tsk. sykurlaust síróp
salt og pipar

Aðferð:

Öllu blandað saman og smurt á pítuna.

Pítur eru góðar.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég verð mjög virk á nýju ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum