Í dag er Valentínusardagurinn, amerísk hefð sem hefur náð einhverri fótfestu á Íslandi. Það er því tilvalið að koma ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum.
Brúnka – Hráefni:
115 g smjör
1 bolli sykur
2 egg
1 tsk. vanilludropar
1/3 bolli kakó
½ bolli hveiti
¼ tsk. salt
¼ tsk. lyftiduft
Krem – Hráefni:
½ bolli sæt dósamjólk („sweetened condensed milk“)
1¾ bolli mjólkursúkkulaði, grófsaxað
¼ bolli Bailey‘s
½ tsk. vanilludropar
smá salt
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið form sem er sirka tuttugu sentímetra stórt. Bræðið smjörið í stórum potti. Takið af hitanum og hrærið sykri, eggjum og vanilludropum saman við. Blandið kakói, hveiti, salti og lyftidufti saman við deigið. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 til 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en kremið er sett á. Blandið öllum hráefnum í kremið saman í skál. Hitið yfir vatnsbaði og hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað. Hellið kreminu ofan á kökuna og setjið í ísskáp þar til kremið hefur storknað.