Þessi bananakaka er algjört lostæti. Hún er glútenfrí og vegan og einstaklega einföld í þokkabót.
Hráefni:
1 dós kjúklingabaunir (án vökva)
1 bolli möndlumjólk (eða önnur mjólk án dýraafurða)
¾ bolli fínmalað haframjöl (sem minnir á hveiti)
1½ bolli maukaðir bananar
1 banani í sneiðum (má sleppa)
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Blandið kjúklingabaunum og mjólk vel saman. Blandið síðan haframjöli og maukuðum banönum vel saman við þar til deigið er þykkt. Hellið deiginu í vel smurt form og þrýstið bananasneiðum ofan í deigið (þessu má sleppa). Bakið í 40 mínútur og látið kólna í 30 mínútur áður en kakan er skorin í bita.