Þetta snarl er svo einstaklega einfalt en slær alltaf í gegn í mannfögnuði.
Hráefni:
1 Brie-ostur (má nota Camembert)
½ smjördeigslengja
3 msk. apríkósusulta (eða sulta að eigin vali)
¼-½ bolli valhnetur, grófsaxaðar
1 egg + vatn
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Fletjið smjördeigið út og leggið það á smjörpappírsklædda ofnplötu. Setjið ostinn í miðjuna. Þekið síðan ostinn með sultunni og stráið hnetunum yfir. Vefjið ostinum inn í smjördeigið. Blandið eggi og vatni saman í lítilli skál og penslið deigið með því. Bakið í 15 til 20 mínútur. Leyfið þessu að kólna í nokkrar mínútur áður en osturinn er borinn fram.