fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Matur

Vikumatseðill fyrir þá sem kunna ekkert í eldhúsinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 13:00

Litríkur matseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn á ný er komin glæný vika og því þarf að huga að blessuðum kvöldmatnum. Hér eru nokkrar skotheldar uppskriftir sem slá í gegn.

Mánudagur – Fiskur á spínatbeði

Uppskrift af Skinny Taste

Hráefni:

4 flök af hvítum fiski
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
1 bolli rauð paprika, söxuð
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
250 g spínat
55 g fitusnauður rjómaostur
¼ bolli rjómi
3 msk. parmesan ostur, rifinn
salt og pipar

Aðferð:

Setjið ½ matskeið af ólífuolíu og ½ matskeið af smjöri á stóra pönnu og bræðið yfir meðalhita. Bætið papriku og hvítlauk saman við og eldið í 4 mínútur. Bætið spínati saman við og saltið og piprið. Bætið rjómaosti, rjóma og parmesan saman við og hrærið þar til rjómaosturinn hefur bráðnað. Setjið restina af olíunni og smjörinu á aðra pönnu og bræðið yfir meðalhita. Saltið og piprið fiskinn og steikið í 6 mínútur á hvorri hlið. Deilið spínatblöndunni á 4 diska og leggið fiskiflak ofan á hvern disk.

Fiskur á spínatbeði.

Þriðjudagur – Einfalt pasta

Uppskrift af Delish

Hráefni:

¼ bolli ólífuolía
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
4 ansjósur, saxaðar
1 dós maukaðir tómatar
½ bolli steinlausar ólífur
¼ bolli capers
½ tsk. chili flögur
450 g spagettí
salt
parmesan ostur, rifinn

Aðferð:

Hitið olíu í potti yfir meðalhita. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútur. Bætið ansjósum út í og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, ólífum, capers og chili flögum út í og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 15 mínútur. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og blandið pastanu saman við sósuna. Berið fram með parmesan osti.

Einfalt pasta.

Miðvikudagur – Blómkáls- og brokkolísúpa

Uppskrift af Fork in the Kitchen

Hráefni:

3 msk. smjör
1 lítill laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
salt og pipar
3 msk. hveiti
2½ bolli grænmetissoð
2 bollar rjómi
1/8 tsk hvítur pipar
2 bollar brokkolí í bitum
2 bollar blómkál í bitum
1 stór gulrót, rifin
2 bollar cheddar ostur, rifinn

Aðferð:

Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórum potti og bætið lauk út í. Steikið í 1 mínútu. Bætið síðan hvítlauk og smá salti saman við og steikið í 2 mínútur. Þeytið hveiti saman við í 1 til 2 mínútur og bætið síðan soðinu saman við. Hrærið og bætið rjóma, salti, pipar og hvítum pipar saman við. Bætið brokkolí, blómkáli og gulrót út í og látið malla í 15 til 20 mínútur, eða þar til grænmetið er mjúkt. Takið af hitanum og hrærið ostinum saman við. Smakkið til og berið fram.

Blómkáls- og brokkolísúpa.

Fimmtudagur – Tófú Stir Fry

Uppskrift af Delish

Hráefni – Tófú:

400 g þétt tófú
1 msk. sojasósa
1 msk. sesamolía
½ tsk. pipar
2 msk. maíssterkja

Hráefni – Stir Fry:

3 msk. ólífuolía
salt
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. saxað engifer
225 g strengjabaunir
2 litlar gulrætur, skornar í ræmur
1 lítill brokkolíhaus, skorinn í bita
1 rauð paprika, skorin í ræmur
2 vorlaukar, skornir þunnt

Hráefni – Sósa:

2 msk. sojasósa
2 tsk. sesamolía
¼ bolli vatn
2 msk. púðursykur
2 tsk. maíssterkja

Aðferð:

Sjóðið tófú í 2 mínútur í meðalstórum potti með saltvatni. Takið af hitanum og látið kólna á pappírsþurrku. Kreistið tófúið varlega og þurrkið það með klút. Skerið tófu í bita og blandið saman við sojasósu, sesamolíu og pipar í meðalstórri skál. Þegar að tófúið er búið að draga í sig vökva blandið þið maíssterkju saman við. Hitið 2 matskeiðar af olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið tófu saman við og steikið í um 7 til 8 mínútur – munið að hræra reglulega í blöndunni. Kryddið með salti og pipar og takið af pönnunni og setjið til hliðar. Hitið restina af olíunni á pönnunni og bætið hvítlauk og engifer saman við. Steikið í 1 mínútu. Bætið baunum, gulrótum, brokkolí, papriku og vorlauk saman við og eldið í 8 til 10 mínútur. Saltið og piprið. Blandið öllum hráefnum í sósuna saman í lítilli skál. Setjið tófúið aftur á pönnuna með grænmetinu og blandið sósunni saman við. Eldið í um 2 mínútur og berið fram.

Tófú Stir Fry.

Föstudagur – Caprese-steik

Uppskrift af Delish

Hráefni:

¾ bolli balsamic edik
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. hunang
2 msk. ólífuolía
1 msk. þurrkað timjan
1 msk. þurrkað oreganó
4 filet mignon steikur
2 stórir tómatar, skornir í sneiðar
salt og pipar
4 sneiðar mozzarella ostur
ferskt basil

Aðferð:

Blandið ediki, hvítlauk, hunangi, ólífuolíu, timjan og oreganó saman í skál. Hellið yfir steikurnar og látið marinerast í 20 mínútur. Saltið og piprið tómatana. Hitið stóra pönnu yfir háum hita. Grillið steikurnar á 4 til 5 mínútur á hlið. Setjið mozzarella og tómata ofan á hverja steik, setjið lok yfir pönnuna og bíðið þar til osturinn bráðnar. Skreytið með basil og berið fram.

Caprese-steik.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna