Enn á ný er komin glæný vika og því þarf að huga að blessuðum kvöldmatnum. Hér eru nokkrar skotheldar uppskriftir sem slá í gegn.
Uppskrift af Skinny Taste
Hráefni:
4 flök af hvítum fiski
1 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
1 bolli rauð paprika, söxuð
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
250 g spínat
55 g fitusnauður rjómaostur
¼ bolli rjómi
3 msk. parmesan ostur, rifinn
salt og pipar
Aðferð:
Setjið ½ matskeið af ólífuolíu og ½ matskeið af smjöri á stóra pönnu og bræðið yfir meðalhita. Bætið papriku og hvítlauk saman við og eldið í 4 mínútur. Bætið spínati saman við og saltið og piprið. Bætið rjómaosti, rjóma og parmesan saman við og hrærið þar til rjómaosturinn hefur bráðnað. Setjið restina af olíunni og smjörinu á aðra pönnu og bræðið yfir meðalhita. Saltið og piprið fiskinn og steikið í 6 mínútur á hvorri hlið. Deilið spínatblöndunni á 4 diska og leggið fiskiflak ofan á hvern disk.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
¼ bolli ólífuolía
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
4 ansjósur, saxaðar
1 dós maukaðir tómatar
½ bolli steinlausar ólífur
¼ bolli capers
½ tsk. chili flögur
450 g spagettí
salt
parmesan ostur, rifinn
Aðferð:
Hitið olíu í potti yfir meðalhita. Bætið hvítlauk út í og eldið í 1 mínútur. Bætið ansjósum út í og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, ólífum, capers og chili flögum út í og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 15 mínútur. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og blandið pastanu saman við sósuna. Berið fram með parmesan osti.
Uppskrift af Fork in the Kitchen
Hráefni:
3 msk. smjör
1 lítill laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
salt og pipar
3 msk. hveiti
2½ bolli grænmetissoð
2 bollar rjómi
1/8 tsk hvítur pipar
2 bollar brokkolí í bitum
2 bollar blómkál í bitum
1 stór gulrót, rifin
2 bollar cheddar ostur, rifinn
Aðferð:
Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórum potti og bætið lauk út í. Steikið í 1 mínútu. Bætið síðan hvítlauk og smá salti saman við og steikið í 2 mínútur. Þeytið hveiti saman við í 1 til 2 mínútur og bætið síðan soðinu saman við. Hrærið og bætið rjóma, salti, pipar og hvítum pipar saman við. Bætið brokkolí, blómkáli og gulrót út í og látið malla í 15 til 20 mínútur, eða þar til grænmetið er mjúkt. Takið af hitanum og hrærið ostinum saman við. Smakkið til og berið fram.
Uppskrift af Delish
Hráefni – Tófú:
400 g þétt tófú
1 msk. sojasósa
1 msk. sesamolía
½ tsk. pipar
2 msk. maíssterkja
Hráefni – Stir Fry:
3 msk. ólífuolía
salt
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. saxað engifer
225 g strengjabaunir
2 litlar gulrætur, skornar í ræmur
1 lítill brokkolíhaus, skorinn í bita
1 rauð paprika, skorin í ræmur
2 vorlaukar, skornir þunnt
Hráefni – Sósa:
2 msk. sojasósa
2 tsk. sesamolía
¼ bolli vatn
2 msk. púðursykur
2 tsk. maíssterkja
Aðferð:
Sjóðið tófú í 2 mínútur í meðalstórum potti með saltvatni. Takið af hitanum og látið kólna á pappírsþurrku. Kreistið tófúið varlega og þurrkið það með klút. Skerið tófu í bita og blandið saman við sojasósu, sesamolíu og pipar í meðalstórri skál. Þegar að tófúið er búið að draga í sig vökva blandið þið maíssterkju saman við. Hitið 2 matskeiðar af olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið tófu saman við og steikið í um 7 til 8 mínútur – munið að hræra reglulega í blöndunni. Kryddið með salti og pipar og takið af pönnunni og setjið til hliðar. Hitið restina af olíunni á pönnunni og bætið hvítlauk og engifer saman við. Steikið í 1 mínútu. Bætið baunum, gulrótum, brokkolí, papriku og vorlauk saman við og eldið í 8 til 10 mínútur. Saltið og piprið. Blandið öllum hráefnum í sósuna saman í lítilli skál. Setjið tófúið aftur á pönnuna með grænmetinu og blandið sósunni saman við. Eldið í um 2 mínútur og berið fram.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
¾ bolli balsamic edik
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. hunang
2 msk. ólífuolía
1 msk. þurrkað timjan
1 msk. þurrkað oreganó
4 filet mignon steikur
2 stórir tómatar, skornir í sneiðar
salt og pipar
4 sneiðar mozzarella ostur
ferskt basil
Aðferð:
Blandið ediki, hvítlauk, hunangi, ólífuolíu, timjan og oreganó saman í skál. Hellið yfir steikurnar og látið marinerast í 20 mínútur. Saltið og piprið tómatana. Hitið stóra pönnu yfir háum hita. Grillið steikurnar á 4 til 5 mínútur á hlið. Setjið mozzarella og tómata ofan á hverja steik, setjið lok yfir pönnuna og bíðið þar til osturinn bráðnar. Skreytið með basil og berið fram.