Maður er enga stund að vippa upp þessum litríka og bragðgóða rétti. Algjör snilld þegar maður er hugmyndalaus í kvöldmatarhugleiðingum.
Hráefni:
500 g kjúklingur, skorinn í bita
1 chorizo-pylsa, þunnt skorin
1 laukur, smátt skorinn
2 tsk. hvítlaukur, smátt saxaður
3 msk. paprikuduft
1 rauð paprika, smátt skorin
1 bolli grænar baunir, frosið
2 meðalstórir tómatar, smátt skornir
1½ bolli kjúklingasoð
1½ bolli kúskús
Aðferð:
Hitið pönnu yfir háum hita. Bætið kjúklingi og chorizo á pönnuna og steikið í um 6 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Bætið lauk, hvítlauk, paprikukryddi og papriku saman við og eldið í 3 mínútur á meðan þið hrærið reglulega í blöndunni. Bætið baunum, tómötum og soði saman við og náið upp suðu. Bætið kúskús saman við og hrærið vel. Takið af hitanum. Setjið álpappír yfir pönnuna og hvílið í 2 mínútur, eða þar kúskúsið hefur dregið vökva í sig. Berið strax fram.