Það er komin helgi einu sinni enn sem þýðir að margir ætla að hafa kósí kvöld í kvöld og gera vel við sig. Hér er á ferð æðislega helgarpítsa sem kemur öllum í gott skap.
Hráefni:
2 meðalstór, tilbúin pítsadeig (eða búa til sitt eigið – sjá uppskrift hér)
2 bollar kjúklingur, rifinn niður í bita
¾ bolli barbíkjúsósa
1 bolli rifinn ostur
¼ rauðlaukur, skorinn þunnt
1/3 bolli cheddar ostur, rifinn
chili flögur (má sleppa)
2 msk. ferskt kóríander, saxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 250°C. Setjið smjörpappír á tvær ofnplötur, fletjið pítsadeigið út og setjið á plöturnar. Blandið kjúklingi og ¼ bolla af barbíkjúsósu saman í skál. Skiptið restinni af sósunni á milli pítsubotnanna, síðan kjúklingablöndunni. Dreifið síðan rifnum osti og rauðlauk yfir og því næst cheddar osti. Stráið chili flögum yfir cheddar ostinn og bakið pítsurnar í 20 til 25 mínútur. Skreytið með kóríander og berið fram.