Fjölmiðlakonan Guðrún Sóley Gestsdóttir hefur verið vegan í um þrjú ár og gaf á síðasta ári út matreiðslubókina Grænkerakrásir sem vakið hefur mikla lukku.
Guðrún Sóley er, eins og gefur að skilja, mikill matgæðingur, en leggur mikið upp úr því að hafa mat bragðsterkan og safaríkan, eins og fram kemur í viðtali í Íslandi í dag.
Í innslaginu sýnir Guðrún Sóley áhorfendum hvernig má gera vegan útgáfu af hinni sívinsælu samloku Sloppy Joe, eða Sóða Jóa eins og hún kallar hana.
Í staðinn fyrir kjöt notar Guðrún Sóley rifna sveppi ásamt alls kyns öðru vegan gúmmulaði.