fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Matur

Einfaldir orkubitar með fullt af gúmmulaði

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 16:00

Hollt og gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snarlþörfin grípur marga yfir daginn og þá er gott að eiga eitthvað í pokahorninu til að svala þeirri þörf. Þessir orkubitar eru einfaldir og meinhollir – svo lengi sem maður borðar ekki alltof mikið af þeim.

Orkubitar

Hráefni:

2/3 bolli kókosmjöl
½ bolli möndlumjöl
1/3 bolli sykurlaust súkkulaði, grófsaxað
¼ bolli hlynsíróp
2 msk. smjör eða kókosolía, brædd
1 tsk. vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 95°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Blandið kókos, möndlumjöli og súkkulaði saman í skál. Þeytið síróp, smjör og vanilludropa saman og blandið síðan varlega saman við þurrefnin. Bleytið hendurnar aðeins og formið tíu kökur með höndunum. Raðið á plötuna og bakið í 25 mínútur. Leyfið þessu að kólna alveg áður en þið berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum