Snarlþörfin grípur marga yfir daginn og þá er gott að eiga eitthvað í pokahorninu til að svala þeirri þörf. Þessir orkubitar eru einfaldir og meinhollir – svo lengi sem maður borðar ekki alltof mikið af þeim.
Hráefni:
2/3 bolli kókosmjöl
½ bolli möndlumjöl
1/3 bolli sykurlaust súkkulaði, grófsaxað
¼ bolli hlynsíróp
2 msk. smjör eða kókosolía, brædd
1 tsk. vanilludropar
Aðferð:
Hitið ofninn í 95°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Blandið kókos, möndlumjöli og súkkulaði saman í skál. Þeytið síróp, smjör og vanilludropa saman og blandið síðan varlega saman við þurrefnin. Bleytið hendurnar aðeins og formið tíu kökur með höndunum. Raðið á plötuna og bakið í 25 mínútur. Leyfið þessu að kólna alveg áður en þið berið fram.