fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Matur

Gleðifréttir – Það er hægt að búa til marengs á ketó-kúrnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 15:00

Bestu fréttir dagsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ansi margir sem fylgja ketó-mataræðinu þessa dagana, þar sem allur sykur er bannaður og kolvetni í lágmarki. Því erum við spennt að segja ykkur frá því að það er hægt að búa til ketó-vænan marengs – og hér er uppskriftin.

Ketó-marengs

Hráefni:

4 eggjahvítur við stofuhita
6 msk. sæta í duftformi (Swerve, erythritol eða önnur sæta)
½ tsk. vanilludropar
¼ tsk. cream of tartar
1/8 tsk. salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 120°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Takið til tandurhreina skál, helst úr gleri eða stáli, og setjið öll hráefni í skálina. Þeytið þar til blandan verður stíf (þó ekki stífþeytt) og glansandi. Búið til tvo stóra hringi úr deiginu á ofnplötunum eða 20 til 24 smákökur. Bakið í 18 til 20 mínútur. Lækkið hitann á ofninum í 95°C og bakið í 18 til 20 mínútur til viðbótar. Slökkvið á ofninum, opnið ofnhurðina og leyfið marengsinum að kólna inni í ofninum í að minnsta kosti 2 klukkustundir. Njótið með þeyttum rjóma eða eitt og sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti