Nokkur hráefni og kvöldmaturinn er klár. Þennan pastarétt geta allir gert.
Hráefni:
1 brokkolíhaus
450 g pasta
1/4 bolli ólífuolía
3 hvítlauksgeirar, skornir þunnt
340 g reykt skinka
1/4 bolli parmesan ostur, rifinn
salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið pastað í saltvatni þar til það er næstum því tilbúið. Skerið brokkolí í bita og bætið því út í pastavatnið þegar að 3 til 4 mínútur eru eftir að eldunartíma pastans. Takið frá einn bolla af pastavatni í bolla og hellið síðan vatninu af pastanu og brokkolíinu. Setjið til hliðar. Setjið pottinn aftur á helluna og hitið ólífuolíu yfir meðalhita. Setjið hvítlaukinn út í og steikið í 1 til 2 mínútur. Bætið skinkunni út í og hrærið. Bætið hálfum bolla af pastavatninu saman við og hrærið síðan pastanu og brokkolíinu saman við. Hrærið helmingnum af parmesan ostinum saman við, síðan 1/4 bolla af pastavatninu og þar næst restinni af parmesan ostinum. Ef þið viljið þykkari sósu þá er restinni af pastavatninu bætt út í. Saltið og piprið og berið strax fram með parmesan ostinum.