Kóreskur matur er afar bragðsterkur og ljúffengur, en hér er á ferð einfaldur réttur sem yljar manni svo sannarlega á köldum vetrarkvöldum.
Hráefni:
1 msk. sesamolía
2 laukar, saxaður
6 bollar ferskt salat, til dæmis kál og gulrætur, rifið niður
1,4 kg nautahakk
1 hvítlaukur, smátt saxaður eða 1 msk hvítlaukskrydd
2 tsk. þurrkað engifer
¾ bolli hunang
¾ bolli sojasósa
2 msk. Sriracha sósa
salt og pipar
vorlaukur og chili flögur til að skreyta með
Aðferð:
Hitið olíu í stórri pönnu. Steikið lauk og ferskt salat í fimm mínútur. Bætið hakki, hvítlauk og engiferi saman við og steikið þar til hakkið er eldað í gegn. Bætið hunangi, sojasósu, Sriracha sósu, salti og pipar saman við og látið malla yfir meðalhita þar til kjötið og grænmetið hefur drukkið í sig allan vökva. Berið fram heitt yfir hrísgrjónabeði. Skreytið með vorlauk og chili flögum.