Oft er enginn tími til að elda kvöldmatinn en hér er á ferð réttur sem er tilbúinn á fimmtán mínútum og sérlega gómsætur.
Hráefni:
4 laxaflök
4–6 msk. grænt pestó
3 msk. brauðrasp
3 msk. parmesan ostur, rifinn
ólífuolía
300 g strengjabaunir
Aðferð:
Hitið ofninn í 230°C. Setjið flökin í eldfast mót með roðið niður. Dreifið pestói yfir fiskinn. Blandið raspi og parmesan osti saman og stráið yfir pestóið. Drissið smá olíu yfir og bakið í 10 mínútur. Sjóðið baunirnar í 3 til 4 mínútur, hellið vatninu af og drissið smá olíu yfir þær. Saltið jafnvel og piprið. Berið allt fram saman með bros á vör.