Það er fátt jafn einfalt og þessi Twix-ís, sem hægt er að vippa upp þegar mikið liggur við. Svo skemmir ekki fyrir að hann er einstaklega bragðgóður.
Hráefni:
2 bollar rjómi
1 dós sæt dósamjólk („sweetened condensed milk“)
1 tsk. vanilludropar
40 g „instant“ búðingsduft (súkkulaði eða karamellu)
4 Twix-súkkulaði (eða fleiri – allt eftir smekk)
sjávarsalt
Aðferð:
Stífþeytið rjómann. Blandið dósamjólk, vanilludropum og búðingsdufti vel saman við. Saxið Twix-súkkulaði og blandið saman með sleif eða sleikju. Blandið síðan sjávarsaltinu saman við. Skellið í form að eigin vali og setjið inn í frysti í að minnsta kosti 2 klukkustundir.