Þessar kartöflur hitta alltaf í mark og eru gómsætar einar og sér eða sem meðlæti.
Hráefni:
3 russet kartöflur
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
smá cayenne pipar
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 1/2 bolli cheddar ostur, rifinn
6 beikonsneiðar, steiktar og muldar niður
sýrður rjómi
3 vorlaukar, þunnt skornir
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C og skerið kartöflurnar í sneiðar. Setjið sneiðarnar í skál og blandið ólífuolíu saman við. Kryddið með salti, pipar, cayenne pipar og hvítlaukskryddi. Raðið sneiðunum á ofnplötu sem klædd er með smjörpappír. Bakið í 15 til 20 mínútur, snúið sneiðunum við og bakið í aðrar 15 til 20 mínútur. Setjið ost og beikon ofan á hverja sneið. Stillið ofninn á grillstillingu og grillið í um 2 mínútur. Skreytið með sýrðum rjóma og vorlauk og berið fram strax.