Uppáhaldsnammið mitt áður en ég byrjaði á ketó var Reese’s Pieces, en það er ekkert mál aðgera sitt eigið. Í því eru aðeins fjögur hráefni – sykurlaust súkkulaði, kókosolía, lífrænt hnetusmjör (ég notaði frá Rapunzel) og kókoshveiti.
Við þurfum líka sílíkon bökunarform. Ég vildi endilega nota hjartalaga form vegna væntanlegt Valentínusardags, en það fann ég ekki á landinu þrátt fyrir mikla leit. Ég pantaði það að lokum á netinu enda er ég fáránlega einbeitt þegar ég ákveð eitthvað.
Hráefni:
220 g sykurlaust súkkulaði
1/2 bolli kókosolía
1/2 bolli lífrænt hnetusmjör
2 msk. kókoshveiti
Aðferð:
Bræða saman súkkulaði og kókosolíu, en ég notaði örbylgjuofn. Gott að hafa súkkulaðið í íláti sem gott er að hella úr. Hella súkkulaði í sirka 1/3 af forminu. Kæla í frysti í 15 mínútur, eða þar til hart. Á meðan blöndum við saman hnetusmjöri og kókoshveiti. Deilum því svo jafnt í formin. Frystum aftur í 15 mínútur. Þá fer restin af súkkulaðibráðinni í formin og fryst í 20-30 mínútur. Geymist í lofþéttu boxi í kæli eða frysti og njótið með þeim sem þið elskið. Bara 2 grömm kolvetni í hverjum bita. Love is in the air.