Þessar smákökur eru dúnmjúkar en við getum þakkað leynihráefninu fyrir það sem er einfaldlega mjúkur rjómaostur. Þvílíkt lostæti.
Hráefni:
2 1/3 bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
1 tsk. salt
225 g mjúkur rjómaostur
¾ bolli púðursykur
¾ bolli sykur
2 tsk. vanilludropar
2 stór egg
2 bollar súkkulaði, grófsaxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og raðið smjörpappír á tvær ofnplötur. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Þeytið rjómaosti, púðursykri og sykri saman í annarri skál í um 1 til 2 mínútur. Bætið vanilludropum og eggjum saman við og hrærið vel. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við og blandið síðan súkkulaði saman við með sleif eða sleikju. Búið til kúlur úr deiginu og raðið á ofnplöturnar. Bakið í um 10 til 12 mínútur.