Það er mánudagur sem þýðir að við á matarvefnum erum búin að setja saman hugmynd að vikumatseðlinum sem gæti linað þjáningar einhverra.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
1 bolli vatn
1 bolli sykur
1 bolli valhnetur
450 g risarækjur, hreinsaðar
salt og pipar
2 stór egg, þeytt
1 bolli maíssterkja
grænmetisolía
¼ bolli mæjónes
2 msk. hunang
2 msk. rjómi
soðin hrísgrjón, til að bera fram með
saxaður vorlaukur, til að skreyta
Aðferð:
Setjið vatn og sykur í pott yfir meðalhita og náið upp suðu. Bætið valhnetum saman við og leyfið þessu að sjóða í 2 mínútur. Fjarlægið hneturnar og leyfið þeim að kólna á bakka. Saltið og piprið rækjurnar. Setjið eggin í grunna skál og maíssterkju í aðra skál. Dýfið rækjunum í eggin og síðan maíssterkjuna. Hitið slatta af olíu í stórri pönnu og steikið rækjurnar í um 3 til 4 mínútur. Leggið þær síðan á pappírsþurrku til þerris. Blandið mæjónes, hunangi og rjóma vel saman í skál. Blandið rækjunum saman við sósuna og berið fram með valhnetunum, hrísgrjónum og vorlauk.
Uppskrift af Easy Cooking With Molly
Bollur – Hráefni:
1 meðalstór blómkálshaus
1 stór gulrót
2 msk. hveiti
½ bolli ólífuolía
Sósa – Hráefni:
1 stór laukur, skorinn smátt
1 tsk. hvítlaukur, smátt saxaður
1 tsk. engifer, rifið
6 litlar paprikur, skornar í litla bita
½ bolli vorlaukur, smátt saxaður
1 msk. sesamfræ
3 msk. sojasósa
1 msk. chili sósa
1 msk. edik
1 tsk .sykur
1 tsk. maíssterkja leyst upp í 3 msk af vatni (má sleppa)
¼ tsk. pipar
salt
2 msk. ólífuolía
Aðferð:
Byrjum á sósunni. Hitið 2 matskeiðar af olíu í pönnu. Steikið hvítlauk og engifer í 1 mínútu. Bætið lauk saman við og steikið í 2 mínútur. Bætið papriku og vorlauk saman við og steikið í 2 mínútur. Bætið sojasósu, ediki, chili sósu, salti og pipar saman við og hrærið vel saman. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla í 3 mínútur. Setjið sósuna til hliðar. Skerið blómkál í bita og setjið það í matvinnsluvél. Saxið það í litla bita sem minna á hrísgrjón. Rífið niður gulrót og blandið henni saman við blómkál og hveiti. Hnoðið í höndunum og búið til bollur úr blöndunni. Hitið ½ bolla af olíu í potti eða pönnu og steikið bollurnar þar til þær eru fallega brúnar á öllum hliðum. Berið fram með sósunni.
Uppskrift að Recipe Szen
Hráefni:
2 stórar kjúklingabringur
½ bolli möndlumjöl
½ bolli rifinn parmesan ostur
1 bolli rifinn ostur
2 stór egg
2 msk. ólífuolía
1 bolli marinara sósa
1 tsk. salt
¼ tsk. pipar
½ tsk. hvítlaukskrydd
½ tsk. laukkrydd
¼ tsk. þurrkuð steinselja
Aðferð:
Setjið kjúklingabringur í plastfilmu eða poka og fletjið þær út með kjöthamri eða kökukefli. Blandið möndlumjöli, parmesan osti, salti, pipar, laukkryddi, hvítlaukskryddi og steinselju saman á disk og setjið til hliðar. Þeytið eggin í skál. Hyljið kjúklingabringurnar í möndlumjölsblöndunni. Dýfið þeim síðan í eggjablönduna og þekið aftur í möndlumjölsblöndunni. Setjið á disk og látið hvíla í fimmtán mínútur. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Steikið kjúklinginn í 2 mínútur á hvorri hlið. Hitið ofninn í 200°C og dreifið úr ½ bolla af marinara sósu í eldfast mót. Setjið kjúklinginn ofan á og hellið restinni af sósunni yfir. Dreifið rifnum osti yfir sósuna og bakið í 20 til 30 mínútur.
Uppskrift af Joe Eats
Hráefni:
1/3 bolli hvít hrísgrjón
2 msk. ólífuolía
1 lítill laukur
1 hvítlauksgeiri
1 msk. tómatpúrra
1 tsk. salt
½ tsk. pipar
1 dós maukaðir tómatar
2 bollar vatn
2 tsk. sykur
2 tsk. rauðvínsedik
85 g rjómaostur
ferskt basil
Aðferð:
Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og setjið til hliðar. Hitið 2 matskeiðar af ólífuolíu yfir meðalhita í sama potti. Rífið niður lauk og hvítlauk og steikið ásamt salti og pipar í 2 til 3 mínútur. Blandið púrru saman við og hrærið. Steikið í 2 mínútur. Hellið tómötum, vatni og sykri saman við og hrærið vel. Látið malla í 10 mínútur. Þeytið rjómaostinum saman við sem og rauðvínsediki. Hrærið hrísgrjónum saman við og smakkið til. Berið fram með fersku basil.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
450 g nautahakk
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 jalapeño, smátt saxaður
1 tsk. chili krydd
salt og pipar
5 msk. grænmetisolía
8 litlar tortilla-kökur
1 ½ bolli rifinn cheddar ostur
1 ½ bolli rifinn ostur
1 ½ bolli rifið kál
1 bolli salsa sósa
½ bolli sýrður rjómi
Aðferð:
Blandið hakki, hvítlauk, jalapeño og chili kryddi saman í skál og saltið og piprið. Búið síðan til 4 buff úr blöndunni. Hitið 1 matskeið af olíu yfir meðalhita í stórri pönnu. Steikið buffin eins mikið og þið viljið. Setjið á disk til hliðar. Hitið 1 matskeið af olíunni á pönnunni og setjið tortilla-kökurnar á pönnuna. Toppið þær með osti og káli. Setjið buffin ofan á og síðan meiri ost, salsa sósu og smá sýrðan rjóma. Lokið borgaranum með annarri tortilla-köku. Steikið í 2 mínútur. Snúið við og steikið í 2 mínútur til viðbótar.