Fátt er betra en nýbakað brauð, en hér er uppskrift sem hægt er að skella í deginum áður og krefst lágmarks fyrirhafnar.
Hráefni:
3 bollar hveiti
1 tsk. salt
½ tsk. þurrger
1½ bolli volgt vatn
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum vel saman í skál. Hyljið skálina með plastfilmu og látið brauðið hefast við stofuhita í átta til 24 klukkutíma. Setjið deigið á borðflöt sem búið er að dusta með hveiti. Leyfið deiginu að hvíla í hálftíma. Hitið ofninn í 230°C og takið til eldfast mót sem hægt er að loka eða leirpott. Setjið deigið í mótið og skerið x á toppinn á því með hníf. Bakið í hálftíma með lok á mótinu. Takið lokið af og bakið í 10 til 15 mínútur. Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en það er skorið.