Stundum er nauðsynlegt að enda daginn á smá sætindum. Þeir sem elska súkkulaði ættu að leggja þessa uppskrift á minnið því þessi kaka er algjörlega stórkostlegt.
Hráefni:
1¼ bolli hveiti
1 tsk. salt
¼ bolli kakó
2 bollar súkkulaði, grófsaxað
230 g smjör, skorið í litla bita
1½ bolli sykur
½ bolli púðursykur
5 stór egg
2 tsk. vanilludropar
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og takið til ílangt form sem er sirka 33 sentímetra langt og 20 sentímetra breitt. Klæðið formið með smjörpappír. Blandið hveiti, salti og kakói saman í skál. Setjið smjör og 1 ½ bolla af súkkulaði í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið saman í þrjátíu sekúndna hollum. Munið að hræra alltaf á milli. Blandið sykri og púðursykri saman við súkkulaðiblönduna og hrærið vel. Blandið síðan eggjunum saman við, einu í einu, og því næst vanilludropunum. Bætið hveitiblöndunni saman við og blandið með sleif eða sleikju. Blandið restinni af súkkulaðidropunum saman við í lokin. Hellið deiginu í formið og bakið í um 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en hún er tekin úr forminu.