fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Matur

Kjötbollurnar sem bjarga kvöldinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 15:00

Grænt og vænt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar kjötbollur eru umvafðar dásamlegri pestósósu, en ekki skemmir fyrir að þær eru bæði ketóvænar og glútenfríar.

Kjötbollur í pestósósu

Kjötbollur – Hráefni:

450 g kalkúnahakk
1 egg
¼ bolli ferskt basil + meira til að skreyta með
2 tsk. ítalskt krydd
2 tsk. ferskur hvítlaukur, smátt saxaður
1 tsk. sítrónubörkur, rifinn
½ tsk. sjávarsalt
4 tsk. kókoshveiti
½ bolli kjúklingasoð
4 litlir kúrbítar, skornir í núðlur

Sósa – Hráefni:

1/3 bolli valhnetur
2¼ bolli ferskt basil
2 msk. nýkreistur sítrónusafi
2 tsk. sítrónubörkur, rifinn
1 tsk. ferkur hvítlaukur, smátt saxaður
¾ tsk. sjávarsalt
2 msk. ólífuolía
6 msk. kókosmjólk
6 msk. kjúklingasoð

Virkilega gott á bragðið.

Aðferð:

Blandið öllum hráefnunum í kjötbollurnar, nema hveiti, soði og kúrbít, saman í skál. Bætið hveitinu saman við og hrærið vel. Búið til bollur úr blöndunni. Hitið stóra pönnu yfir meðalhita og brúnið kjötbollurnar á öllum hliðum, í um eina mínútu per hlið. Bætið kjúklingasoðinu saman við, lækkið hitann og setjið lok á pönnuna. Hrærið reglulega í blöndunni þar til bollurnar eru fulleldaðar, eða í um 8 til 11 mínútur. Á meðan bollurnar eldast setjið þið valhnetur í matvinnsluvél og saxið þær. Bætið hinum hráefnunum í sósuna, nema olíu, mjólk og soði, saman við og blandið. Hafið vélina í gangi og bætið olíunni varlega saman við. Hitið pönnu yfir meðalhita og setjið mjólkina og soðið á pönnuna. Blandið og náið upp suðu. Síðan er pestóblöndunni úr matvinnsluvélinni blandað vel saman við og látið sjóða í 1 mínútu. Munið að hræra stanslaust. Lækkið síðan hitann og látið malla í 2 til 3 mínútur, þar til sósan þykknar. Takið svo aðra pönnu og steikið kúrbítsnúðlurnar í 3 til 4 mínútur. Leggið á pappírsþurrku og kreistið vökva úr þeim. Bætið kjötbollunum út í pestósósuna og berið fram með núðlunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma