Hér er á ferð einföld leið til að matreiða kartöflur og hægt að borða þær einar og sér eða með steikinni.
Hráefni:
8 bökunarkartöflur
4–5 msk. Olitalia ólífuolía
4 msk. japanskt mæjónes
1 tsk. Olitalia truffluolía
3 msk. Panko brauðraspur
salt og pipar
Aðferð:
Skerið raufar í kartöflurnar en ekki fara alveg í gegn. Bætið við ólífuolíu og salti og pipar og bakið inni í ofni við 180°C í 60 mínútur. Takið kartöflurnar þá út og bætið Panko brauðraspinum ofaná og bakið áfram í um það bil 10 mínútur. Þá fáið þið kartöflurnar extra stökkar að utan.
Blandið saman í skál japönsku mæjónesi, 1 matskeið ólífuolíu og salti og pipar og setjið yfir kartöflurnar þegar þær koma út úr ofninum.
Þessar kartöflur passa til dæmis fullkomnlega vel með steikinni!