Haframjólk hefur notið gríðarlegra vinsælda síðasta árið og virðist ekkert lát þar á. Það ríkti hálfgert neyðarástand part úr síðasta ári þegar að vinsæl haframjólk seldist upp og því finnst okkur tilvalið að gefa ykkur ofureinfalda uppskrift að haframjólk sem þið getið síðan bragðbætt að vild.
Hráefni:
1 bolli haframjöl
3 bollar ískalt vatn (þeir sem vilja þykkari mjólk nota bara 2 bolla)
smá salt
Aðferð:
Setjið öll hráefni í blandara og blandið á mesta styrk í 30 til 60 sekúndur. Látið blönduna leka í gegnum fínt gatasigti tvisvar. Hellið blöndunni í krukku með góðu loki og geymið í ísskáp í allt að fimm daga. Munið að hrista mjólkina vel áður en þið fáið ykkur.