Það vefst fyrir mörgum að baka brauð og halda margir að það sé of mikið vesen þar sem þarf að hnoða, láta brauðið hefast og gera alls kyns kúnstir svo það heppnist. Hér er hins vegar ofureinföld uppskrift að brauði, sem margir segja vera það besta í heimi. Við erum að tala um tvö hráefni og annað þeirra er ís – ótrúlegt en satt.
Hráefni:
4 bollar fituríkur ís, mjúkur (hér er hægt að nota hvaða ís sem er – svo lengi sem hann er fituríkur)
3 bollar hveiti
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C. Klæðið brauðform með smjörpappír og setjið það til hliðar. Setjið hráefnin í skál og þeytið þar til allt er blandað saman. Deigið verður klístrað þannig að búið ykkur undir það. Setjið deigið í brauðformið og dreifið úr því. Bakið í klukkustund, eða þar til prjónn sem stungið er í miðjuna er hreinn þegar hann er tekinn úr blöndunni. Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en þið rífið það í ykkur.