Það er til svakalega mikið af sælgæti í heiminum – sumir segja jafnvel of mikið. En hversu vel þekkir þú nammið sem þú rífur úr umbúðunum þegar að mikið stendur til? Taktu prófið og kannaðu sykursæta þekkingu þína.
Í hvaða landi var Twix fyrst framleitt?
Hvort kom á undan M&M eða Smarties?
Fyrir hvað stendur M&M?
Hvaðan kemur Snickers-nafnið?
Sælgætið Maltesers var upphaflega markaðssett sem...
Hvar er stærsta Smarties verksmiðjan í Evrópu?
Hvað eru margar Ferrero Rocher-kúlur framleiddar á degi hverjum?
Hvers lenskt er fyrirtækið Haribo?
Toblerone-súkkulaðið var búið til af...
Undir hvaða nafni gengur súkkulaðið Prins Póló í Austur-Evrópu?
Frá hvaða landi er Mentos?
En frá hvaða landi er Pez?
Hvað kallast Turkish pepper í Finnlandi?
Hversu vel þekkir þú uppáhalds nammið þitt?
Þú ert algjör gúffari!
Þú borðar kannski mikið nammi en þú stoppar aldrei til að kanna hvaðan uppáhalds nammið þitt kemur. Við mælum með að þú leggir pokann aðeins frá þér og spáir í uppruna þessa sykursæta góðgætis sem lekur af vörum þínum og reynir aftur.
Deildu snilli þinni!
Hversu vel þekkir þú uppáhalds nammið þitt?
Ekki bara sykurvíma!
Þú elskar nammi en þú spáir líka í hvað þú ert að setja ofan í þig. Vel gert! Með aðeins meiri athygli og minni sykurvímu gætir þú fengið fullt hús í þessu prófi.
Deildu snilli þinni!
Hversu vel þekkir þú uppáhalds nammið þitt?
Þú ert yfirgrís!
Þú ert þvílíkur nammi- og fróðleiksgrís! Virkilega vel af sér vikið. Hvernig ferðu eiginlega að þessu? Æi, það skiptir ekki máli! Farðu rakleiðis út í búð og fylltu nammipokann - þú átt það skilið.