Ertu hugmyndasnauð/ur þegar kemur að kvöldmatnum? Hér kemur svarið.
Hráefni:
4 msk. ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
salt og pipar
1 tsk. ítalskt krydd eða þurrkað oreganó
4 kjúklingabringur
3 tómatar, saxaðir
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. ferskt basil, saxað
4 sneiðar mozzarella ostur
rifinn parmesan ostur
Aðferð:
Blandið olíu, helmingnum af sítrónusafanum, 1 teskeið af salti, ¼ teskeið af pipar og ítalska kryddinu saman í lítilli skál og þeytið. Setjið sósuna í plastpoka ásamt kjúklingnum og kælið í ísskáp í þrjátíu mínútur. Setjið á grillstillingu í ofninum eða hitið grillið. Grillið kjúklinginn í um 5 til 7 mínútur á hvorri hlið. Blandið tómötum, hvítlauk, basil og restinni af sítrónusafanum saman í skál og kryddið með salti og pipar. Þegar kjúklingurinn er nánast tilbúinn er ein sneið af mozzarella osti látin á hverja bringu og osturinn látinn bráðna. Hver bringa er síðan skreytt með tómatablöndunni og rifnum parmesan osti og borin fram.