Þetta salat er fullkomið í næsta saumaklúbb eða afmæli og hentar vel þeim sem eru á lágkolvetna matarræði. Það er bæði fljótlegt að útbúa og mun án efa verða vinsælt.
Hráefni:
1 dós sýrður rjómi 18%
blaðlaukur
1 stk. pepperóní ostur frá MS
10 sneiðar pepperóní (ég nota pepperóní frá Stjörnugrís því það er passlega sterkt og verður mjög stökkt og gott á stuttum tíma)
svartur pipar
hvítlauksduft
Aðferð:
Byrjum á því að setja sýrða rjómann í skál með þunnt skornum blaðlauk, svarta piparnum og hvítlauksduftinu og hrærið vel. Pepperóníosturinn skorinn í litla kubba og bætt út í. Setjum pepperónísneiðarnar á pönnu eða á bökunarpappír inn í ofn og steikjum þar til það er alveg stökkt. Þegar pepperóníið er orðið kalt er það skorið í bita og bætt út í. Tilvalið að bera fram með snittubrauði, Ritz kexi, steiktum pepperónísneiðum eða lava cheese fyrir þá sem eru á ketó eða lágkolvetna matarræði.
Ef þið hafið áhuga á fleiri uppskriftum og ráðum um ketó mataræði getið þið fylgst með mér á snappinu mínu og á Instagram. Einnig er ég með Facebook síðu þar sem allar mínar uppskriftir og fróðleikur frá mér birtist ? Hanna Þóra /hönnukökur
Instagram ? https://www.instagram.com/hannathora88/