Það er gaman að búa til kex sjálfur, en þetta kex er laust við mjólkurvörur og er glútenfrítt. Ekki skemmir fyrir að það er einstaklega einfalt að búa það til.
Hráefni:
1½ bolli möndlumjöl
1 egg
¼ bolli næringarger
½ tsk. salt
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Blandið öllum hráefnum saman. Setjið deigið á milli tveggja arka af smjörpappír og fletjið það út. Notið pítsaskera til að skera kexið í ferhyrninga. Færið kexið yfir á smjörpappírsklædda ofnplötu og gatið það með gaffli. Stráið smá salti yfir kexin ef þið viljið. Bakið í 8 til 12 mínútur, eða þar til kexið hefur tekið lit.