fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Ketó-brönsj: Beikonvafinn aspas með chili smjörsósu

Fagurkerar
Mánudaginn 21. janúar 2019 09:42

Girnilegur og einfaldur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu helgi langaði mig að hafa eitthvað extra gott í hádegismatinn sem myndi að sama skapi passa inní keto matarræðið mitt. Ég átti til ferskan aspas og úr varð þessi æðislegi réttur sem er með brönsj ívafi.

Beikonvafinn aspas

Hráefni:

ferskur aspas (ég var með 6 stykki á mann)
1 pakki beikon
egg
hvítlaukskrydd
salt og pipar

Beikonvafinn aspas.

Aðferð:

Byrjum á því að vefja beikoninu utan um aspasinn og raða á plötu með bökunarpappír. Ég krydda mjög létt með hvítlaukskryddi yfir og set inní ofninn á 200°C. Því næst græja ég eggin. Ég brýt þau ofan í silikonmót frá Ikea sem ég pensla með olíu áður en eggið fer ofan í og set með í ofninn í sirka 10 mínútur. Á meðan þetta eldast í ofninum bý ég til sósuna.

Silikonformin.

Chili smjörsósa

Hráefni:

2 eggjarauður, þeyttar vel
150 g smjör brætt (passa að það verði ekki of heitt!)

Aðferð:

Helli smjörinu varlega út í með mjórri bunu (bernaise aðferðin). Í lokin krydda ég með chili explosion kryddi, salti og svörtum pipar úr kvörn.
Verði ykkur að góðu.

Tilvalið í brönsj.

P.s. Þið finnið mig á Snapchat þar sem ég er að sýna frá mat og allskonar skemmtilegu ?Hannsythora
Og allir uppskriftir inná Facebook síðunni minni ? Hanna Þóra – Hönnukökur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna