fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Fajitas-lax úr smiðju lágkolvetnakóngsins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 14:00

Hollur og góður matur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lágkolvetnakóngurinn og einkaþjálfarinn Gunnar Már Sigfússon gaf nýverið út bókina KETO og gaf matavefnum góðfúslegt leyfi til að birta eina uppskrift úr bókinni.

Fajitas-lax með bökuðum paprikum

Fyrir 2 – eldunartími 25 mínútur
Þú þarft að eiga olíu, salt og svartan pipar
Hitaðu ofninn í 180°C og stilltu á blástur

Hráefni:

350 g lax
rauð, gul og græn paprika, skornar í strimla
1 lítill laukur eða rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1 súraldin
½ búnt kóríander, smátt saxað
2 lárperur
2 msk. sýrður rjómi

Aðferð:

Settu laxinn á bökunarpappír í ofnskúffu. Notaðu salt og pipar til að krydda hann eða veldu krydd að eigin vali, má vera frjálslega kryddaður. Settu laukinn, paprikurnar og kóríander í skál og veltu upp úr ólífuolíu og salti og pipar. Dreifðu paprikublöndunni í ofnskúffuna kringum laxinn. Skerðu súraldin í tvennt og kreistu annan helminginn yfir laxinn og grænmetið og settu hann síðan í ofnskúffuna. Notar hinn helminginn eftir eldunartímann. Settu allt inn í ofn í 20 mínútur. Hrærðu í paprikunum tvisvar á eldunartímanum svo þær eldist jafnt. Maukaðu lárperur með gaffli og hrærðu saman við sýrða rjómann. Bættu við góðri klípu af salti og berðu maukið fram með laxinum og grænmetinu. Kreistu súraldinsafa yfir ef þú vilt meira af súru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum