fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Aðeins 3 hráefni: Fullkomið og lágkolvetna blómkálssnakk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 20. janúar 2019 11:00

Einfalt og gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær gáfum við uppskrift að radísusnakki, en nú er komið að blómkáli að vera í aðalhlutverki. Þessar flögur eru afar gómsætar og einstaklega einfaldar.

Blómkálssnakk

Hráefni:

2 bollar smátt saxað blómkál sem minnir á hrísgrjón
1 1/2 bolli rifinn parmesan ostur
krydd að eigin vali

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið blómkálið í skál sem þolir örbylgjuofn og hitið það í 1 mínútu. Hrærið í blómkálinu og hitið í 1 mínútu til viðbótar. Pakkið blómkálinu í hreint viskastykki eða tusku og kreistið eins mikinn vökva úr því og hægt er. Setjið blómkálið aftur í skál. Bætið parmesan og kryddi saman við og hrærið. Setjið um það bil 1 matskeið af blómkálinu í einu á pönuna og dreifið úr því með skeið. Hafið smá bil á milli blómkálshringjanna. Bakið í 12 mínútur og leyfið flögunum að kólna alveg áður en þær eru bornar fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum