fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Kjúklingarétturinn sem bjargar helginni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 19. janúar 2019 15:30

Virkilega bragðgóður réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er einstaklega einfaldur en stútfullur af hollustu og fallegur á litinn. Fullkominn helgarmatur.

Kjúklingaréttur

Hráefni:

1 msk. ólífuolía
500 g kjúklingabringur
salt og pipar
1/4 bolli balsamic edik
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 pakki kirsuberjatómatar, skornir í helminga
2 msk. fersk basil, saxað
4 sneiðar mozzarella ostur

Aðferð:

Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið kjúklinginn og eldið í um 6 mínútur á hvorri hlið. Færið á disk og setjið til hliðar. Setjið balsamic edik í pönnuna og síðan hvítlauk. Eldið í um 1 mínútu. Bætið tómötum saman við og saltið. Látið malla í 5 til 7 mínútur. Blandið basil saman við. Setjið kjúklinginn í pönnuna, toppið með mozzarella og setjið lokið á pönnuna. Látið malla þar til osturinn hefur bráðnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum