fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Matur

Taco-tryllingur sem tekur enga stund að búa til

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 18. janúar 2019 16:00

Fullkominn helgarmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert mikið fyrir taco þá er þetta rétturinn fyrir þig. Ein panna, nokkur hráefni og kvöldmaturinn er kominn á borðið áður en þú veist af.

Taco-tryllingur

Hráefni:

1 msk. grænmetisolía
1 rauð paprika, söxuð
¼ bolli vorlaukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. chili krydd
1 msk. kúmen
salt
450 g nautahakk
1 dós maukaðir tómatar
1 bolli svartar baunir
1 msk. hot sauce
1 bolli rifinn ostur
1 bolli rifinn cheddar ostur

Aðferð:

Hitið olíuna í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið papriku og vorlauk út í og eldið í 5 mínútur. Bætið hvítlauk við og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið chili kryddi, kúmeni og salti saman við og hrærið vel. Bætið nautahakki út í og eldið í 5 mínútur. Svo fara tómatar og svartar baunir út í, því næst hot sauce og ostarnir tveir. Setjið lok á pönnuna og leyfið þessu að malla í 2 mínútur. Skreytið síðan með vorlauk og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti