Það er gaman að gera vel við sig um helgar og nostra við ýmislegt í eldhúsinu, hvort sem það er bakkelsi eða aðrir réttir. Þessar súkkulaðibitamúffur eru virkilega gómsætar og lífga upp á daginn.
Hráefni:
2 bollar hveiti
1 tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
115 g smjör, mjúkt
1/2 bolli sykur
1/4 bolli púðursykur
1 stórt egg
1 tsk. vanilludropar
1 bolli mjólk
1 bolli súkkulaðibitar
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og takið til múffuform og jafnvel stálform til að setja múffuformin í. Blandið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda saman í skál. Þeytið síðan smjör, sykur og púðursykur saman í annarri skál í nokkrar mínútur. Bætið eggi saman við og þeytið og síðan vanilludropunum. Bætið helmingnum af þurrefnunum saman og síðan helmingnum af mjólkinni. Endurtakið og blandið síðan súkkulaðibitunum varlega saman við með sleif eða sleikju. Deilið deiginu á milli múffuforma og bakið í 23 til 25 mínútur.