fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Matur

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 17:00

Fullkomin byrjun á deginum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur orðið ansi leiðigjarnt að borða sama morgunverðinn morgun eftir morgun. Því mælum við með þessari ljúffengu morgunverðarpítsu sem er algjörlega stórkostleg. Hægt er að búa botninn til deginum áður og raða síðan á hann um morguninn.

Morgunverðarpítsa

Hráefni:

1½ bolli ristaðar valhnetur
5 stórar döðlur án steins
3 bollar granola
3 msk. hunang
1½ bolli grísk jógúrt
½ tsk. vanilludropar
4 meðalstór jarðarber, skorin í þunnar sneiðar
¼ bolli bláber
½ bolli hindber

Aðferð:

Saxið valhneturnar í matvinnsluvél. Bætið döðlum saman við og blandið þar til blandan minnir á deig. Setjið blönduna í stóra skál og blandið granola saman við sem og 2 matskeiðum af hunangi. Klæðið bökunarform með smjörpappír og þrýstið blöndunni í botninn. Frystið í að minnsta kosti 30 mínútur. Blandið jógúrti við restina af hunangi og vanilludropa. Dreifið þessu yfir botninn og skreyið með berjum og jafnvel nokkrum söxuðum valhnetum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna