Hér er á ferð uppskrift að stökkum og bragðmiklum kjúklingavængjum sem erfitt er að standast. Tilvalið snarl um helgina, eða bara hvenær sem er.
Hráefni:
900 g kjúklingavængir
2 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 tsk. hvítlaukskrydd
¼ bolli hot sauce
4 msk. smjör
2 msk. hunang
Ranch-sósa, til að bera fram með
niðurskornar gulrætur, til að bera fram með
niðurskorið sellerí, til að bera fram með
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Setjið vængina í stóra skál og blandið olíu saman við. Blandið vel og kryddið með salti, pipar og hvítlaukskryddi. Raðið vængjunum á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 50 til 60 mínútur, er það til skinnið er stökkt. Gott er að snúa vængjunum þegar að tíminn er hálfnaður. Blandið hot sauce og hunangi saman í litlum potti. Náið upp suðu og blandið síðan smjörinu saman við. Látið malla í um 2 mínútur. Setjið eldaða vængina aftur í skálina og blandið hunangssósunni saman við. Stillið á grillstillingu í ofninum og grillið vængina í um 3 mínútur. Berið fram með Ranch-sósu og grænmeti.